Starfsdagar

}

9.11.2020

Á starfsdögum Samfés kemur starfsfólk aðildarfélaga saman til skrafs og ráðagerða. Þessi árlegi viðburður er gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem vilja vera í fararbroddi í æskulýðsstarfi sem er einn af lykilþáttum í forvarnarstarfi með ungu fólki. Á aðalfundi ár hvert er skipað í starfsdaganefnd sem hefur veg og vanda af dagskrá starfsdaga ásamt framkvæmdarstjóra. Á dagskrá eru jafnan fyrirlestrar, málstofur og styttri námskeið ætlað til að auka þekkingu og styðja við starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landsvísu. 

Starfsdagar Samfés er einn af fáum viðburðum Samfés þar sem fagfólk á vettvangi félagsmiðstöðva getur komið saman og borið saman bækur, lært hvort af öðru og kynnst öðru fagfólki á vettvangi. Mikilvægt er að starfsfólk félagsmiðstöðva hafi slíkt tækifæri til að mynda og efla tengslanetið sitt þar sem áskoranir ungs fólks eru oft þær sömu óháð því hvaðan á landinu þau búa. Því spila starfsdagar Samfés lykilhlutverki í forvarnarstarfi félagsmiðstöðva á landsvísu.