starfsdagar 11

 

 Starfsdagar Samfés

Á starfsdögum Samfés kemur starfsfólk aðildarfélaga saman til skrafs og ráðagerða. Þessi árlegi viðburður er gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem vilja vera í fararbroddi í æskulýðsstarfi sem er einn af lykilþáttum í forvarnarstarfi með ungu fólki. Á aðalfundi ár hvert er skipað í starfsdaganefnd sem hefur veg og vanda af dagskrá starfsdaga ásamt framkvæmdarstjóra. Á dagskrá eru jafnan fyrirlestrar, málstofur og styttri námskeið ætlað til að auka þekkingu og styðja við starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landsvísu.

Hérna er hægt að nálgast upplýsingar fyrir Starfsdaga Samfés 2019, sem voru haldnir á Varmalandi.

Dagskrá 2019

Auglýsing 2019

Facebook Twitter Google+ Pinterest
×

Log in