Björgum jörðinni- Tölvuleikur hannaður af ungu fólki

}

10.1.2022

Í byrjun árs 2021 hóf Samfés samstarf við æskulýðssamtökin Nuorten Akatemia í Finnlandi og Fritidsforum í Svíþjóð með það að markmiði að virkja börn og ungmenni í að hanna tölvuleik sem myndi auka þekkingu barna og ungmenna á Norðurlöndunum um sjálfbæra þróun.

Leikurinn snýst um sjálfbæru þróunarmarkmiðin (SDG) og beinist hann bæði að alþjóðlegum og staðbundnum málefnum.

Tölvuleikurinn er ný og frábær leið til að nálgast málefnin og eiga umræður um heimsmarkmiðin með börnum og ungmennum í starfi félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og í skólum landsins.

Í leiknum kynnast þátttakendur áætluninni um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og safna stigum með því að taka þátt í verkefnum og nýta sköpunargáfuna í mismunandi æfingum sem samanstanda af upplýsingum um áætlunina til 2030, loftslagsbreytingar, ofneyslu, frið, kyn ofl.

Leikurinn er ætlaður börnum og ungmennum frá 6 ára aldri.

Ungmenni frá Samfés, Fritidsforum í Svíþjóð og Nuorten Akatemia í Finnlandi unnum saman og tóku virkan þátt í að skipuleggja, hanna og þróa tölvuleikinn um heimsmarkmiðin. Fulltrúaráð Samfésplús, ungmenni á aldrinum 16-25 ára sáu um að þýða íslensku útgáfu leiksins.

Upplýsingar um verkefnið á heimsíðum samstarfsaðila:

https://www.nuortenakatemia.fi/hankkeet/kestavasti-2030/

https://fritidsforum.se/nordic-youth-game/

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar til að spila leikinn

1

2

3

4

5