Conference room filled with attendees sitting at tables, listening to a presentation displayed on a large screen at the front of the room.

Aðalfundur Samfés

Aðalfundur Samfés

Aðalfundur Samfés er æðsta vald í málefnum samtakanna og er haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Þar koma saman fulltrúar aðildarfélaga Samfés – félagsmiðstöðva og ungmennahúsa um land allt – til að fara yfir starfsemi samtakanna, leggja fram skýrslur stjórnar og nefnda, fjalla um ársreikninga, samþykkja árgjöld og lagabreytingar, kjósa í stjórn og nefndir, og ræða framtíðarstefnu Samfés.

Á aðalfundi er einnig tekið á móti nýjum aðildarfélögum og rætt um þróun og faglegar áherslur innan frístundastarfs á landsvísu. Fundurinn er því mikilvægur vettvangur lýðræðis, samráðs og faglegrar stefnumótunar á sviði æskulýðs- og tómstundamála.

Staðsettning aðalfundar

Til að tryggja sem jafnast aðgengi og þátttöku félaga um allt land er hefð fyrir því að aðalfundir Samfés séu haldnir annan hvern vetur á höfuðborgarsvæðinu og hinn veturinn úti á landsbyggðinni. Þannig gefst félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum víðs vegar að af landinu tækifæri til að taka virkan þátt í starfi samtakanna og hitta samstarfsfólk og félaga af öðrum svæðum.