Viðburðir

Viðburða dagatal Samfés

Schedule of events for Dagskrá Samfés 2025-2026, including dates and descriptions of various celebrations and activities from September 25, 2025, to May 9, 2026, with colorful abstract shapes in the background.
Afmæli Samfés
Dec
9
to Jan 6

Afmæli Samfés

It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

View Event →
Samfés-Con
Jan
16

Samfés-Con

Árlegur viðburður fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. Þar geta þeir sem vinna með ungu fólki komið og kynnt sér það nýjasta í afþreyingu og fræðslu sem er í boði fyrir fyrir ungt fólk. Þar sem eru kynningar í formi ör-fyrirlestra, kynningar frá aðilum sem eru með skemmtileg tæki sem hægt er að nota í starfi með ungu fólki. Einstakt tækifæri til að upplifa, læra og njóta.

View Event →
Danskeppni Samfés 2026
Feb
6

Danskeppni Samfés 2026

Danskeppni Samfés hófst árið 2017 að frumkvæði ungs fólks og hefur síðan þá slegið í gegn sem einn af árlegum viðburðum Samfés. Keppnin veitir ungu fólki á landsvísu einstakt tækifæri til að koma fram og taka þátt í skapandi viðburði. 

Keppt er í tveimur aldursflokkum, 10–12 ára og 13–18 ára, og tveimur keppnisflokkum, einstaklings- og hópakeppni. Hópaatriði samanstanda af tveimur til sjö þátttakendum, en stærri hópar geta fengið undanþágu með leyfi. Öll atriði skulu vera frumsamin af þátttakendum sjálfum og skal hámarkslengd einstaklingsatriða vera 1:30 mínútur, en hámarkslengd hópaatriða 2:00 mínútur.

Skráning keppenda fer fram á mismunandi hátt eftir aldri. Keppendur á aldrinum 10–16 ára skrá sig í gegnum félagsmiðstöðvar og þarf starfsmaður félagsmiðstöðvar að fylgja þeim á keppnina. Keppendur sem eru 16 ára og eldri skrá sig í gegnum ungmennahús. Mikilvægt er að tónlistin (playback) fylgi með skráningu, annars telst skráningin ógild.

Hver félagsmiðstöð má skrá allt að fjögur atriði í keppnina, eitt hópaatriði og eitt einstaklingsatriði fyrir hvorn aldursflokk. Ungmennahúsum er heimilt að skrá tvö atriði, eitt hópaatriði og eitt einstaklingsatriði.

Mikið er lagt upp úr því að gera keppnina glæsilega og faglega í framkvæmd. Hún hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið sýnd í beinu streymi hjá UngRúv, sem tryggir enn frekari útbreiðslu og þátttöku.

View Event →
Stíll 2026
Mar
14

Stíll 2026

Stíll

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000.

Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Margir grunnskólar landins bjóða upp á Stíls valáfanga fyrir nemendur sína þar sem þeim býðst að vinna saman að hönnun sinni á skólatíma í samstarfi við félagsmiðstöð í heimabyggð.

Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að hóparnir, skipaðir 2-4 unglingum sem flest hafa tekið þátt í undankeppnum í sínum landshluta, fá tvær klukkustundir til þess að undirbúa módelið sitt fyrir sýninguna. Hóparnir skila einnig hönnunar möppu, sem útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina, með teikningum, efnisprufum, kostnaðarupplýsingum og ljósmyndum af flík, hári og förðun. Keppendur leggja mjög mikinn metnað í verkefnið og eru búningar hannaðir af hópunum fyrirfram í félagsmiðstöðvunum eða sem valáfangi í grunnskólum landsins.

 

Þema Stíls 2026 er:

Á tímum Viktoríu 

View Event →
Aðalfundur Samfés 2026
Mar
25
to Mar 26

Aðalfundur Samfés 2026

Aðalfundur Samfés fer fram ár hvert þar sem aðildarfélög koma saman til að ræða hin ýmsu mál, deila reynslu og mynda tengsl. Annað hvert ár er aðalfundur Samfés haldinn utan höfuðborgarsvæðisins sem gefur aðildarfélögum mikilvægt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa við mismunandi aðstæður í sveitarfélögum landsins.

Á aðalfundi eru hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar, samþykkt ársreiknings og kosning formanns og annarra stjórnarmanna til tveggja ára í senn. Þá er einnig dagskrá Samfés fyrir komandi starfsár lögð fram, lagabreytingatillögur yfirfarnar og afgreiddar og kosið um aðildarumsóknir.

View Event →
SamFestingurinn 2026
May
8
to May 9

SamFestingurinn 2026

SamFestingurinn samanstendur af nokkrum viðburðum. Á föstudeginum koma unglingar og starfsfólk í rútum í Laugardalshöll á risa ball þar sem stór bönd spila fyrir dansi í bland við unga tónlistarmenn úr félagsmiðstöðvum. Á laugardeginum fer Söngkeppni Samfés fram sem er einnig send út í beinni útsendingu á RÚV. Þar stíga á stokk mörg af efnilegustu söng- og tónlistarfólki landsins. Ungmennaráð Samfés sér alfarið um að setja upp dagskránna og velja þá plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á SamFestingnum.

View Event →

Samfés LAN
Nov
7
to Nov 8

Samfés LAN

It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

View Event →
Félagsmiðstöðva og ungmennahúsa vikan
Oct
13
to Oct 17

Félagsmiðstöðva og ungmennahúsa vikan

It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

View Event →
Landsmót Samfés 2025
Oct
3
to Oct 5

Landsmót Samfés 2025

It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world. Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.

View Event →