A crowd of young people at a concert or music event, taking photos with their phones, facing a DJ or performer on stage. The scene is lively and illuminated with colorful lighting.

Rímnaflæði

Rímnaflæði - Rappkeppni unga fólksins, Síðan 1999

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, var fyrst haldin í Miðbergi árið 1999. Keppnin hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum, víðsvegar að af landinu, til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. T.d. má nefna Emmsjé Gauta sem náð hefur góðum árangri í íslensku tónlistarsenunni og er einn þekktasti rappari  landsins í dag.

Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Á hverju ári sjáum við nýja og efnilega rappara sem sýna frábæra hæfileika í laga- og textasmíð. Keppendur í Rímnaflæði verða að vera á grunnskóla aldri (8. – 10. bekk). Skilyrði er að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að taka sín fyrstu skref á sviði í þessari keppni. Textar sem fela í sér hatursáróður, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu, jákvæða umsögn um neyslu áfengis og annara fíkniefna eru bannaðir. Hægt er að vísa keppendum frá ef um gróft brot er að ræða.

An Icelandic newspaper article with a headline in bold purple text and a photo of two men outdoors. One man is sitting on a ledge, wearing a black jacket and black pants, and the other is sitting on the ground, wearing a white shirt, with trees and a building in the background.
A man with short dark hair and a beard, wearing a red and black checkered shirt with dark buttons, standing with arms crossed and looking at the camera.
A newspaper article written in Icelandic, with the word 'Rimnaflæði' highlighted in purple.
Text in Icelandic about a conversation with a two-year-old child on a ferry, describing the child's activity and thoughts.
A girl singing into a microphone on stage during a cultural event at Rímnaflaedi, with other performers and banners in the background.