Stíll
Hönnunarkeppnin Stíll var fyrst haldin árið 2000 í Digranesi
Stíll er hönnunarkeppni á vegum Samfés fyrir ungmenni í 8.–10. bekk grunnskóla. Keppnin hefur verið haldin um árabil og er ein af föstum stoðum viðburðastarfs Samfés á sviði skapandi tómstundastarfs.
Keppnin er ætluð félagsmiðstöðvum, þar sem hver félagsmiðstöð getur sent eitt keppnislið skipað 2–4 einstaklingum, þar á meðal módeli. Þátttaka í keppninni er í mörgum tilvikum unnin í samstarfi við grunnskóla. Mikilvægt er þó að skráning fari alltaf fram í gegnum viðkomandi félagsmiðstöð og með vitund og samþykki hennar.
Keppendur vinna að hönnun fatnaðar, hárs og förðunar og útfæra heildarhönnun sem sýnd er á sviði á keppnisdegi. Allur sýnilegur klæðnaður skal vera hannaður af keppnisliðinu og allur undirbúningur módel fer fram á afmörkuðu keppnissvæði á staðnum.
Hluti keppninnar er skil á hönnunarmöppu þar sem vinnuferli hönnunar er rakið, frá hugmynd að lokaafurð. Dómnefnd metur hönnunina á grundvelli sviðssýningar og þeirra gagna sem liggja fyrir í hönnunarmöppunni.
Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum, meðal annars fyrir heildarhönnun, hönnunarmöppu, förðun og hár. Keppnin fer fram samkvæmt fyrirfram skilgreindum reglum og dagskrá sem send er þátttakendum í aðdraganda viðburðarins.
Reglur
-
Lágmarksfjöldi starfsmanna er einn starfsmaður á móti 17 unglingum. Þetta er sett til að tryggja eftirlit, stuðning og að allir þátttakendur hafi öruggt aðgengi að aðstoð ef á þarf að halda.
-
Allir þátttakendur þurfa að mæta og fara heim með sínum félagsmiðstöðva starfsmanni.
-
SamFestingurinn er alfarið tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus. Þátttakendur sem hafa í vörslum sínum eða neyta slíkra efna geta átt á hættu að vera vísað frá viðburðinum.
-
Allar almennar reglur Samfés gilda á SamFestingnum og ber starfsfólki félagsmiðstöðva að kynna þær fyrir þátttakendum sínum áður en haldið er á viðburðinn.
-
Öllum nánari upplýsingum, s.s. um dagskrá og general prufur er miðlað beint til aðildarfélaga Samfés. Félagsmiðstöðvar bera ábyrgð á að miðla þessum upplýsingum áfram til unglinganna, foreldra/forráðamanna og grunnskóla þeirra.
-
Starfsfólk félagsmiðstöðva ber ábyrgð á sínum hópi allan viðburðinn, bæði á meðan á dagskrá stendur og í rútu/stærtó samgöngum til og frá.
-
Starfsfólk félagsmiðstöðvana sinnir gæslu á viðburðinum til að tryggja að allt fari fram með eðlilegum hætti. Þátttakendur þurfa að virða fyrirmæli starfsfólks, gæslufólks og skipuleggjenda á öllum tímum.
-
Hver félagsmiðstöð getur sent eitt keppnislið, skipað 2–4 einstaklingum, þar á meðal módeli.
Keppendur skulu vera í 8.–10. bekk grunnskóla.
Ef fleiri lið taka þátt í undankeppni er mögulegt að sækja um undanþágu til að skrá fleiri lið í aðalkeppni.
Skráning skal alltaf fara fram í gegnum félagsmiðstöð og með vitund hennar.
-
Klæðnaður
Allur sýnilegur klæðnaður skal vera hannaður af keppnisliðinu, þar með talið skófatnaður.
Heimilt er að breyta eldri skóm til samræmis við heildarhönnun.
Klæðnaður skal hylja að lágmarki þriðjung líkamans.
-
Undirbúningur og vinnusvæði
Allur undirbúningur módel, þar með talið hár og förðun, skal fara fram á afmörkuðu keppnissvæði á keppnisstað.
Ekki er heimilt að undirbúa módel fyrirfram, þar með talið neglur, eigið hár eða hárkollur.
Öll utanaðkomandi aðstoð á keppnisstað er óheimil, þar á meðal aðstoð frá starfsmönnum, foreldrum eða öðrum.
-
Augnlinsur
Litaðar augnlinsur eru bannaðar, þar sem þær geta valdið óþægindum eða augnsýkingum.
-
Hönnunarmappa
Hönnunarmappa skal afhent við skráningu á keppnisstað.
Mappan skal vera merkt nafni félagsmiðstöðvar, annaðhvort á fyrstu síðu eða aftast.
Í möppunni skal koma fram vinnuferli hönnunar, ásamt viðeigandi skýringum, teikningum og upplýsingum um efni.
-
Efniskostnaður
Heildarkostnaður við hönnun má ekki vera hærri en 25.000 krónur.
Æskilegt er að heildarkostnaður og sundurliðun hans komi fram í hönnunarmöppunni.
Starfsfólk félagsmiðstöðva ber ábyrgð á að fylgjast með efniskostnaði keppnisliða.
