A woman speaking on stage at a conference with a large audience seated facing her. There is a colorful banner on the left and a large screen displaying a presentation on the right.

Viðburðir fyrir starfsfólk félagsmiðstövða og ungmennahúsa

Samfés-Con

Samfés-Con er árlegur fagviðurður fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem sinnir daglegu starfi með ungu fólki. Viðburðurinn veitir aðgang að nýjum aðferðum, tækjum og fræðsluefni sem nýtist beint í starfi og styður við gæði frístundastarfs á landsvísu.

Dagskráin felur í sér ör-fyrirlestra, umræðuhópa og kynningar á lausnum sem styrkja starfsumhverfi fagfólks, hvort sem um ræðir dagskrágerð, forvarnir, sértækt hópastarf eða þróun nýrra verkefna. Samfés-Con skapar sameiginlegan vettvang þar sem starfsfólk getur borið saman reynslu, rætt áskoranir og unnið að faglegri þróun með hliðsjón af þörfum ungmennastarfs.

Mikilvægt er að gefa starfsfólki tækifæri til að sækja viðburði af þessu tagi. Regluleg fræðsla og þekkingaruppfærsla er lykilþáttur í því að tryggja öruggt, faglegt og fjölbreytt starf fyrir ungt fólk innan félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. Samfés-Con styður þannig við stefnumótun, starfshætti og áframhaldandi færniþróun þeirra sem starfa á vettvangi.

Smelltu á myndbandið hér fyrir neðan til þess að sjá bort af síðasta Samfés-Con

A speaker at a podium presenting to an audience at a conference with banners displaying the 'SAMFÉ' logo, rainbow pride flag, and a large screen showing a presentation slide.

Starfsdagar Samfés

Starfsdagar Samfés eru árlegur viðburður ætlaður stjórnendum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. Viðburðurinn skapar vettvang þar sem farið er yfir faglegar áherslur, reynslu og verkefni sem snúa að starfi með ungu fólki, og þannig styrkt samræmd sýn á frístundastarf á landsvísu.
Þessi árlegi viðburður er gífurlega mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem vilja vera í fararbroddi í æskulýðsstarfi sem er einn af lykilþáttum í forvarnarstarfi með ungu fólki.

Dagskráin samanstendur af fræðslu, málstofum og umræðum sem styðja stjórnendur í faglegri þróun og í því að leiða starf sitt áfram á ábyrgan og markvissan hátt. Fjallað er um málefni sem tengjast daglegu starfi, leiðsögn til starfsfólks og þróun verkefna sem nýtast í skólafrístund, félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum.

Starfsdaganefnd, kjörin ár hvert á aðalfundi, mótar viðburðinn í samstarfi við framkvæmdastjóra Samfés. Með því er tryggt að innihald starfsdaganna taki mið af raunverulegum þörfum vettvangsins og þeim málefnum sem stjórnendur vilja ræða sameiginlega.

Mikilvægt er að starfsfólk félagsmiðstöðva hafi slíkt tækifæri til að mynda og efla tengslanetið sitt þar sem áskoranir ungs fólks eru oft þær sömu óháð því hvaðan á landinu þau búa. Því spila starfsdagar Samfés lykilhlutverki í forvarnarstarfi félagsmiðstöðva á landsvísu.

Hvað eru starfsdagar?