A female dancer performing a routine on stage with colorful lights and star-like decorations in the background, flanked by banners with text in Icelandic.

Danskeppni

Samfés

Danskeppni Samfés

Danskeppni Samfés hófst árið 2017 að frumkvæði ungs fólks og hefur verið fastur liður í viðburðadagatali samtakanna síðan þá. Keppnin er opin ungmennum á aldrinum 10–18 ára og skipt er í tvo aldursflokka: 10–12 ára og 13–18 ára. Keppt er bæði í einstaklings- og hópakeppni.

Hópaatriði samanstanda að jafnaði af tveimur til sjö þátttakendum. Atriðin skulu vera frumsamin og hámarkslengd fer eftir keppnisformi: 1:30 mínútur fyrir einstaklinga og 2:00 mínútur fyrir hópa.

Skráning fer fram í gegnum félagsmiðstöðvar eða ungmennahús eftir aldri þátttakenda. Tónlist (playback) þarf að fylgja með skráningu. Hver félagsmiðstöð má skrá allt að fjögur atriði, og ungmennahús tvö.

Keppnin er unnin í samvinnu við starfsfólk og aðstandendur og lögð er áhersla á skipulag og faglega framkvæmd. Hún hefur m.a. verið sýnd í beinu streymi hjá UngRÚV.

Reglur

  • Lágmarksfjöldi starfsmanna er einn starfsmaður á móti 17 unglingum. Þetta er sett til að tryggja eftirlit, stuðning og að allir þátttakendur hafi öruggt aðgengi að aðstoð ef á þarf að halda.

  • Allir þátttakendur þurfa að mæta og fara heim með sínum félagsmiðstöðva starfsmanni.

  • SamFestingurinn er alfarið tóbaks-, áfengis- og vímuefnalaus. Þátttakendur sem hafa í vörslum sínum eða neyta slíkra efna geta átt á hættu að vera vísað frá viðburðinum.

  • Allar almennar reglur Samfés gilda á SamFestingnum og ber starfsfólki félagsmiðstöðva að kynna þær fyrir þátttakendum sínum áður en haldið er á viðburðinn.

  • Öllum nánari upplýsingum, s.s. um dagskrá og general prufur er miðlað beint til aðildarfélaga Samfés. Félagsmiðstöðvar bera ábyrgð á að miðla þessum upplýsingum áfram til unglinganna og foreldra/forráðamanna þeirra.

  • Starfsfólk félagsmiðstöðva ber ábyrgð á sínum hópi allan viðburðinn, bæði á meðan á dagskrá stendur og í rútusamgöngum til og frá.

  • Starfsfólk félagsmiðstöðvana sinnir gæslu á viðburðinum til að tryggja að allt fari fram með eðlilegum hætti. Þátttakendur þurfa að virða fyrirmæli starfsfólks, gæslufólks og skipuleggjenda á öllum tímum.

    • Keppendur skulu vera á aldrinum 10–18 ára.

    • Keppt er í tveimur aldursflokkum:

      • 10–12 ára

      • 13–18 ára

    • Einstaklingskeppni

    • Hópakeppni (2–7 þátttakendur, stærri hópar geta fengið undanþágu)

    • Atriði skulu vera frumsamin af þátttakendum sjálfum.

    • Hámarkslengd:

      • Einstaklingsatriði: 1 mínúta og 30 sekúndur

      • Hópaatriði: 2 mínútur

    • Félagsmiðstöðvar mega skrá allt að fjögur atriði:

        • Eitt einstaklingsatriði og eitt hópaatriði fyrir hvorn aldursflokk

      • Ungmennahús mega skrá tvö atriði:

        • Eitt einstaklingsatriði og eitt hópaatriði