Aðildarfélög
Aðildarfélög Samfés eru félagsmiðstöðvar og ungmennahús víðsvegar um landið sem starfa að sameiginlegu markmiði um öflugt, faglegt og aðgengilegt frístundastarf fyrir ungt fólk. Með aðild að Samfés fá félagsmiðstöðvar og ungmennahús stuðning, fræðslu og tækifæri til samvinnu sem styrkir starfsemi þeirra og eflir tengslanet á landsvísu.
Samfés vinnur náið með aðildarfélögum sínum að því að tryggja gæði starfsins, standa að sameiginlegum verkefnum og veita ungu fólki fjölbreytt tækifæri til þátttöku, valdeflingar og lýðræðislegra áhrifa.
Hvernig sækja má um aðild að Samfés
Skilyrði fyrir aðild
Félagsmiðstöðvar (13–16 ára)
Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, að minnsta kosti hjá yfirmanni.
Símenntunaráætlun skal vera til staðar.
Þegar félagsmiðstöð er opin skal ávallt stefnt að því að hafa a.m.k. tvo starfsmenn á vakt hverju sinni.
Gæta skal þess að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.
Allir starfsmenn félagsmiðstöðvar, sem og aðrir sem að starfseminni koma, skulu vera með hreint sakavottorð.
Félagsmiðstöð skal vera opin a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.
Unglingalýðræði skal viðhaft og stefnt að því að í félagsmiðstöðvum séu starfrækt unglingaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur unglinga.
Samvinna skal tryggð við skólastarf, en með skýra aðgreiningu milli skólastarfs og félagsmiðstöðvar.
Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum Samfés.
Jafnt aðgengi fyrir öll ungmenni að félagsmiðstöð.
Aðilar að Samfés geta þær félagsmiðstöðvar og ungmennahús orðið sem starfa samkvæmt 1. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 og bjóða upp á skipulagt og opið æskulýðs- og tómstundastarf í samræmi við 3. gr. laga Samfés.
Aðili sem óskar eftir að gerast aðildarfélag Samfés þarf að hafa samband við Samfés á samfes@samfes.is. Sá aðili sem er í forsvari fyrir starfsstöðina fær sent formlegt umsóknareyðublað ásamt leiðbeiningum. Öll nauðsynleg gögn skulu fylgja umsókninni við skil.
Innsendar umsóknir eru kynntar á aðalfundi Samfés ár hvert. Umsækjandi er beðinn um að mæta á aðalfundinn og kynna starfsstöðina fyrir aðildarfélögum. Að kynningu lokinni fara fram umræður og atkvæðagreiðsla um hvort veita skuli aðild.
Umsóknir þurfa að berast Samfés tveimur vikum fyrir aðalfund. Umsóknir sem berast eftir þann frest eru teknar fyrir á næsta aðalfundi árið eftir.
Ungmennahús og önnur starfsemi 16+
Kröfur um reynslu eða menntun á sviði frítímans, að minnsta kosti hjá yfirmanni.
Símenntunaráætlun skal vera til staðar og tryggja skal fræðslu og þjálfun þeirra starfsmanna og/eða sjálfboðaliða sem að starfinu koma.
Þegar ungmennahús er opið skal ávallt stefnt að því að hafa starfsmann og/eða sjálfboðaliða á vakt hverju sinni.
Gæta skal þess að samningar og tryggingar séu til staðar og að starfsmaður sé með ráðningarsamning.
Allir starfsmenn, sem og aðrir sem að starfseminni koma, skulu vera með hreint sakavottorð.
Ungmennahús skal vera opið a.m.k. tvisvar í viku utan skólatíma yfir starfsárið.
Ungmennalýðræði skal viðhaft og stefnt að því að í ungmennahúsum séu starfrækt ungmennaráð eða annar sambærilegur lýðræðislegur vettvangur ungmenna.
Samvinna skal tryggð við skólastarf, en með skýra aðgreiningu milli skólastarfs og ungmennahúsa.
Starfað er eftir forvarnar- og uppeldismarkmiðum sem samræmast markmiðum Samfés.
Jafnt aðgengi fyrir öll ungmenni að ungmennahúsi.
Aðildarfélagar eftir kjördæmum Samfés
-
Atom – Neskaupstað
Drekinn
Hellirinn, Fáskrúðsfirði
Knellan – Eskifjörður
Lindin
Nýung
Prízund – Breiðdalsvík
Stöðin – Stöðvafirði
Vegahúsið
Zion
Zveskjan – Reyðarfjörður
-
Aldan
Ásinn
Hreiðrið
Hraunið
Kletturinn
Mosinn, HFJ
Núið
Setrið
Skarðið
Verið
Vitinn
-
Dimma
Ekkó
Fönix
Höfuðborgin
Hrafninn
Igló
Jemen
Kjarninn
Kúlan
Molinn
Pegasus
Þeba
-
88 Húsið
Bólið
Boran
Brúin
Eldingin
Elítan
Fjörheimar
Garðahraun
Garðalundur
Klakinn
Mosinn, Mosfellsbæ
Selið
Skelin
Skýjaborg
Úlfurinn
Urri
Þruman
-
Beisið
Dallas
Dimmuborgir - Félak
Félagsmiðstöðin í Skýjunum
Friður
Gerðið
Gryfjan
Himnaríki - Félak
Hús frítímans
Hyldýpið
Dranginn
Naustaskjól - Félak
Neon
Órion
Skjálfandi
Skjólið
Stjörnuríki - Félak
Svartholið
Trója - Félak
Tún
Tún ungmennahús
Undirheimar - Félak
Undirheimar, Skagaströnd
Ungmenna-Húsið - Félak
Valhöll
-
Ársel
Bakkinn
Fellið
Fjörgyn
Flógyn
Fókus
Hellirinn, Rvk
Hitt húsið
Höllin
Hólmasel
Holtið
Hundrað&ellefu
NFB / FB / Miðberg
Plútó
Sigyn
Vígyn
-
105
100og1
Askja
Buskinn
Bústaðir
Frosti
Gleðibankinn
Hinsegin Félagsmiðstöð
Hofið
Kotasæla
Laugó
NTS / Tækniskólinn
Tjarnó
Tónabær
Þróttheimar
-
Féló
Frístundaklúbburinn Kletturinn
Frístundaklúbburinn Kópurinn
Hellirinn , Hellu
Klaustrið
Kotið
OZ
Pakkhúsið
Skjálftaskjól / bungubrekka
Svítan
Zelsíus
Zero
Zetor
Zone
Ztart
Þrykkjan
-
301
Afdrep
Arnardalur
Djúpið
Eden
Fjósið
Gildran / Hreysið
Hvíta húsið
Óðal
Ozon
Skrefið
Títan
Tópaz
Tunglið
Tvisturinn
Vest-end
X-ið
