Ungmennaráð Samfés -

Ungmennaráð Samfés -

Group of six young people singing and dancing on stage at an indoor event, with a large screen and banners in the background.

Ungmennaráð Samfés er stærsta lýðræðislega kjörna ungmennaráð landsins og veitir ungmennum tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Ráðið er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 13–16 ára til að taka þátt í ákvarðanatöku, móta stefnu og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Á hverju ári er kosið í ráðið á Landsmóti Samfés, þar sem fulltrúar alls staðar að af landinu bjóða sig fram. Alls sitja 27 ungmenni í ráðinu sem fundar reglulega, tekur þátt í verkefnum Samfés og kemur að skipulagningu stórviðburða á borð við Danskeppni Samfés, Stíl og SamFestinginn.

Ungmennaráðið er einn af burðarásum Samfés og gegnir lykilhlutverki í starfi samtakanna. Ráðið á fulltrúa með atkvæðisrétt á stjórnarfundum Samfés, er ráðgefandi í ákvarðanatöku og tekur þátt í að móta stefnu samtakanna. Þau eru rödd ungs fólks innan Samfés, en einnig út á við – ekki síst þegar ráðuneyti, sveitarfélög og aðrir hagaðilar óska eftir sjónarmiðum þeirra í málefnum sem varða ungt fólk.

Ráðið heldur ráðið gistifundi yfir helgi, þar sem meðlimir funda, taka þátt í vinnuhópum og njóta samveru. Allur ferðakostnaður, matur og gisting er greiddur af Samfés, sem tryggir að enginn þurfi að sitja eftir vegna fjarlægðar eða kostnaðar.

Markmiðið er skýrt: að efla lýðræðislega þátttöku, tryggja jafnræði og veita ungmennum vettvang til að hafa áhrif.

Starfsfólk ungmennaráðs Samfés

A young woman with dark brown hair tied back, wearing a black shirt, smiles softly at the camera against a plain gray background.
A young man with short brown hair and glasses smiling, wearing a black sweater and a light gray jacket, in front of a colorful geometric background.

María - ungmennarad@samfes.is

Tóti - toti@samfes.is

A group of people holding hands and standing in a circle indoors, possibly participating in a team-building activity or game, with people wearing black shirts with colorful logos and casual clothing.

Tilgangur og markmið ungmennaráðsins

  • í starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, og tryggja að það hafi tækifæri til að hafa áhrif á eigið félagsstarf.

  • í málefnum sem varða þau, bæði innan Samfés og gagnvart stjórnvöldum, sveitarfélögum og öðrum hagaðilum.

  • þannig að ungmenni fræði hvort annað og styrki þannig samstöðu, ábyrgð og þekkingu.

  • með því að kenna ungmennum að taka þátt í umræðu, móta álit og standa fyrir skoðunum sínum með rökum.

  • sem gerir þeim kleift að læra hvert af öðru, deila reynslu og vinna saman að nýjum hugmyndum.

  • með því að taka þátt í norrænum og evrópskum verkefnum sem auka sýnileika og áhrif íslensks ungmenna í stærra samhengi.

  • með því að koma að undirbúningi og framkvæmd stórviðburða á borð við Samfestinginn, Danskeppni Samfés og Stíl.

  • þar sem sjónarmið og hugmyndir ungs fólks fá að njóta sín.

Ungmennaráð Samfés var stofnað til að tryggja að ungt fólk hafi rödd og raunveruleg áhrif innan Samfés og í samfélaginu í heild. Ráðið er vettvangur þar sem ungmenni geta komið skoðunum sínum á framfæri, lært að vinna saman að sameiginlegum markmiðum og tekið þátt í lýðræðislegum ferlum. Með því fær ungmennið ekki aðeins að láta rödd sína heyrast, heldur öðlast það líka dýrmæta reynslu af þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Group of young people inside a sports facility, with some wearing black T-shirts with rainbow-colored 'SAMIES' logos on the back, participating in an indoor activity or workshop.