Back to All Events

Stíll 2026

Stíll

Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Keppnin hefur oftast farið fram í nóvember ár hvert. Keppt hefur verið í Stíl undir formerkjum Samfés og ÍTK frá því á árinu 2000.

Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og virkja sköpunarhæfileikana. Keppnin vekur jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar, gefur þeim kost á að koma hugmyndum sínum á framfæri og sýna afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu hópsins. Margir grunnskólar landins bjóða upp á Stíls valáfanga fyrir nemendur sína þar sem þeim býðst að vinna saman að hönnun sinni á skólatíma í samstarfi við félagsmiðstöð í heimabyggð.

Fyrirkomulag keppninnar er með þeim hætti að hóparnir, skipaðir 2-4 unglingum sem flest hafa tekið þátt í undankeppnum í sínum landshluta, fá tvær klukkustundir til þess að undirbúa módelið sitt fyrir sýninguna. Hóparnir skila einnig hönnunar möppu, sem útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina, með teikningum, efnisprufum, kostnaðarupplýsingum og ljósmyndum af flík, hári og förðun. Keppendur leggja mjög mikinn metnað í verkefnið og eru búningar hannaðir af hópunum fyrirfram í félagsmiðstöðvunum eða sem valáfangi í grunnskólum landsins.

 

Þema Stíls 2026 er:

Á tímum Viktoríu 

Previous
Previous
February 6

Danskeppni Samfés 2026

Next
Next
March 25

Aðalfundur Samfés 2026