Back to All Events

SamFestingurinn 2026


SamFestingurinn samanstendur af nokkrum viðburðum. Á föstudeginum koma unglingar og starfsfólk í rútum í Laugardalshöll á risa ball þar sem stór bönd spila fyrir dansi í bland við unga tónlistarmenn úr félagsmiðstöðvum. Á laugardeginum fer Söngkeppni Samfés fram sem er einnig send út í beinni útsendingu á RÚV. Þar stíga á stokk mörg af efnilegustu söng- og tónlistarfólki landsins. Ungmennaráð Samfés sér alfarið um að setja upp dagskránna og velja þá plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á SamFestingnum.

Previous
Previous
April 17

Hinsegin Landsmót