Exploring Youth Work Education” dagana 5.-8. apríl

}

11.4.2022

Dagana 5.-8. apríl fór fram fyrsti hluti verkefnisins “Exploring Youth Work Education” sem Samfés tekur þátt í.

Haldin var 3ja daga vinnusmiðja þar sem farið var í gegnum helstu hugtök æskulýðsstarfsins en þátttakendur voru fjölbreytt starfsfólk á vettvangi æskulýðsmála í Noregi og á Íslandi. Til þess að stjórna vinnusmiðjunum og umræðum voru tveir rannsakendur á vegum Háskólans í Gautaborg, þau Peter Korp og Åsa Andersson þau munu þau síðar framkvæma sömu vinnusmiðju í Svíþjóð með þátttakendum frá Svíþjóð og Austurríki.

 

Markmið heimsóknarinnar var fyrir rannsakendur að heyra hvað einstaklingar af vettvangi telja mikilvægt í fari æskulýðs starfsmannsins. Fagmennska, umhverfi og æskulýðsstarfið var meðal hugtaka sem voru könnuð. Þátttakendur tóku öll virkann þátt í umræðum og viljum við þakka íslensku þátttakendum kærlega fyrir að taka frá tíma í vikunni til að vera með í verkefninu fyrir hönd Samfés.

 

Síðasti dagur verkefnisins fór í að kynna það frábæra starf sem er að sjá á Íslandi og náttúruna okkar fallegu.