Samfés og Smáralind í samstarf

Samfés og Smárabíó hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggja meðal annars aðildarfélögum samtakanna hagstæð tilboð í Smárabíó...

Samfés og Smárabíó hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggja meðal annars aðildarfélögum samtakanna hagstæð tilboð í Smárabíó og glæsilega skemmtisvæðið þar sem meðal annars er hægt að spreyta sig í heimi sýndarveruleika, keppa í lazertag og spila hinu ýmsu leiki. Með samstarfinu er einnig verið að tryggja aukin sýnileika og kynna mikilvægt starf með ungu fólki á landsvísu.

Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés og Marteinn Atli Gunnarsson, verkefnastjóri hópa og afþreyingar Smárbíó innsigla samninginn með COVID ,,handabandi".

Previous
Previous

Norrænt Rafíþróttamót Samfés og Ungdomsringen

Next
Next

Garðalundur sigraði Söngkeppni Samfés 2020