Samfés Lan 16+
Samfés LAN 16+ fór fram laugardaginn 8. nóvember í Ungmennahúsinu Molanum og tókst einstaklega vel. Fulltrúaráð Samfés tók að sér skipulagningu viðburðarins.
Mæting var góð og ríkti frábær stemning meðal þátttakenda allan daginn og fram á kvöld. Ungt fólk fékk tækifæri til að tengjast, spila saman tölvuleiki og njóta samveru á jákvæðum og öruggum vettvangi.
Samfés þakkar Fulltrúaráðinu fyrir metnaðarfullt starf og Ungmennahúsinu Molanum fyrir góðar móttökur. Við hlökkum til næsta Samfés LANS!
