Samfés Lan 16+

Samfés LAN 16+ fór fram laugardaginn 8. nóvember í Ungmennahúsinu Molanum og tókst einstaklega vel. Fulltrúaráð Samfés tók að sér skipulagningu viðburðarins.

Mæting var góð og ríkti frábær stemning meðal þátttakenda allan daginn og fram á kvöld. Ungt fólk fékk tækifæri til að tengjast, spila saman tölvuleiki og njóta samveru á jákvæðum og öruggum vettvangi. 

Samfés þakkar Fulltrúaráðinu fyrir metnaðarfullt starf og Ungmennahúsinu Molanum fyrir góðar móttökur. Við hlökkum til næsta Samfés LANS!

Previous
Previous

Rímnaflæði 2025

Next
Next

Félagsmiðstöðva og ungmennahúsavikan 2025