Ungmennaráð Samfés afhendir niðurstöður Landsþings til ráðherra.

[et_pb_section fb_built="1" _builder_version="4.23.1" _module_preset="default" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content"][et_pb_row _builder_version="4.23.1" _module_preset="default" hover_enabled="0" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content" sticky_enabled="0"][et_pb_column type="4_4" _builder_version="4.23.1" _module_preset="default" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content"][et_pb_gallery gallery_ids="227076,227088,227080,227079,227083,227082,227081" fullwidth="on" _builder_version="4.27.0" _module_preset="default" filter_brightness="119%" hover_enabled="0" border_radii="on|30px|30px|30px|30px" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content" sticky_enabled="0" width="71%" max_width="69%" module_alignment="center"][/et_pb_gallery][et_pb_heading title="🌟 Ungmennaráð Samfés afhendir niðurstöður Landsþings til ráðherra " _builder_version="4.23.1" _module_preset="default" min_height="124px" custom_padding="42px|||||" text_shadow_style="preset2" text_shadow_color="#d8d8d8" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content"][/et_pb_heading][et_pb_text _builder_version="4.27.0" _module_preset="default" hover_enabled="0" global_colors_info="{}" theme_builder_area="post_content" sticky_enabled="0"]

Laugardaginn 2. nóvember hélt Ungmennaráð Samfés sérstakan gistifund í Holtinu þar sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tók á móti niðurstöðum frá Landsþingi ungs fólks. Á þinginu höfðu ungmennin rætt málefni sem þau telja mikilvæg fyrir framtíð sína og samfélagið í heild, og helstu niðurstöðurnar voru kynntar fyrir ráðherra á þessum fundi.

Á fundinum komu fram spurningar frá ungmennunum sem endurspegluðu þeirra helstu áherslumál og vangaveltur. Þær beindust meðal annars að kennaraverkfallinu og áhrifum þess á nám þeirra, ásamt því hvernig bæta mætti grunnskólana á landsbyggðinni. Einnig kom fram spurning um hvernig stjórnvöld geta betur stutt við fræðslu og eflt grunnþjónustu fyrir ungt fólk á landsvísu. Ráðherra svaraði spurningunum og tók þátt í opinskáum umræðum um hvernig hægt væri að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir ungt fólk.

Við hjá Samfés erum ótrúlega stolt af Ungmennaráðinu okkar – þau voru geggjuð og sýndu mikla færni í að tjá skoðanir sínar og spyrja mikilvægra spurninga sem skipta þau máli. Fundurinn undirstrikar mikilvægi þess að ungt fólk fái rödd í samfélaginu, og við höldum áfram að styðja þau í að koma sínum málefnum á framfæri.

 

 

 

 

 

[/et_pb_text][et_pb_image src="https://samfes.is/wp-content/uploads/2024/11/Nidurstödur-landsthing.png" _builder_version="4.27.0" _module_preset="default" theme_builder_area="post_content" hover_enabled="0" sticky_enabled="0" width="42%" align="center"][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]

Previous
Previous

Samfés sendi spurningar á flokkana

Next
Next

Landsmót Samfés 2024