Ragga Rix sigrar Rímnaflæði 2021

}

1.12.2021

Sigurvegari Rímnaflæði 2021 er Akureyringurinn Ragnheiður Inga Matthíasdóttir. Ragnheiður eða Ragga Rix sem er 13 ára keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju flutti lagið sitt „Mætt til leiks“.

Í öðru sæti var Þorsteinn Michael Guðbjargarson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík með lagið sitt „Lil Stony“. Það var svo George Ari Devos, Kzoba úr félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem hlaut titilinn Efnilegasti rapparinn 2021.

Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem fyrst var haldin í Miðbergi árið 1999 er svo sannarlega stökkpallur fyrir unga og efnilega rappara úr félagsmiðstöðvum víðsvegar að af landinu.  Það kom ekki til greina hjá Samfés að fresta eða aflýsa viðburðinum vegna hertra sóttvarnaraðgerða, var því ákveðið að halda Rímnaflæði á netinu í samstarfi við UngRúv og Dominos sem styrkja viðburðinn. Við viljum þakka öllum sem kíktu á frábær atriðið keppenda og tóku þátt í netkosningunni. Hægt er að sjá öll atriðin á vef UngRúv. Allir keppendur fá að koma fram á Landsmóti Samfés sem haldið verður á Hvolsvelli.

Við óskum öllum keppendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og glæsileg myndbönd. Það er ljóst að framtíðin í rappinu er björt og eru margir efnilegir rapparar að stíga sín fyrstu skref.

Ragga Rix