Félagsmiðstöðva og ungmennahúsavikan

[et_pb_section fb_built="1" admin_label="section" _builder_version="4.16" global_colors_info="{}"][et_pb_row admin_label="row" _builder_version="4.19.4" background_size="initial" background_position="top_left" background_repeat="repeat" global_colors_info="{}"][et_pb_column type="4_4" _builder_version="4.16" custom_padding="|||" hover_enabled="0" global_colors_info="{}" custom_padding__hover="|||" sticky_enabled="0"][et_pb_text admin_label="Text" _builder_version="4.16" background_size="initial" background_position="top_left" background_repeat="repeat" hover_enabled="0" global_colors_info="{}" sticky_enabled="0"]Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin hátíðleg dagana 15.-19. nóvember. Vikan hefur það að markmiði að kynna og varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsinu fyrir börn og ungmenni. Starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa er í eðli sínu forvarnastarf og ætlað að styðja við félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun og heilbrigði ungs fólks.  Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa í öruggu umhverfi með fagfólki hefur mikilvægt forvarnargildi og eykur líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Starfsfólk félagsmiðstöðva og ungmennahúsa leggja ríka áherslu á að bjóða alla velkomna. Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin á öllu landinu fyrir tilstilli Samfés samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.Sjá kynningarmyndband um félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]

Previous
Previous

Björgum jörðinni- Tölvuleikur hannaður af ungu fólki

Next
Next

Ragga Rix sigrar Rímnaflæði 2021